Skipa starfshóp þriðja hvern dag

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á fyrstu þremur árum yfirstandandi kjörtímabils hefur Reykjavíkurborg skipað 351 starfshóp innan stjórnkerfisins. Á þetta bendir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þannig hafi að meðaltali verið skipaður starfshópur þriðja hvern dag kjörtímabilsins. Bendir hann á til samanburðar að í fyrra hafi 322 íbúðir verið byggðar í Reykjavík og að verktakar séu farnir að leita í önnur sveitarfélög vegna frestana og svörunarleysis af hálfu borgarinnar.

Í greininni er einnig vakin athygli á því að hinn 12. febrúar síðastliðinn hafi verið gefin út drög að erindisbréfi nýs starfshóps um miðlæga stefnumótun borgarinnar. Í bréfinu segir að hlutverk starfshópsins sé að „vinna að umbótum og samræmdri framkvæmd í stefnumótun og stefnuframkvæmd, einkum í miðlægri stjórnsýslu og miðlægri stefnumótun. Að fá bætta yfirsýn yfir þær miðlægu stefnur og stefnumarkandi skjöl sem eru fyrir hendi og tengingu við undirstefnur og áætlanir málaflokka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert