Skoða réttarstöðu sína

Vestmannaeyjastrengur 3 dreginn á land með handafli.
Vestmannaeyjastrengur 3 dreginn á land með handafli. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðrik

Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum.

Vestmannaeyjastrengur 3 er annar af tveimur sæstrengjum sem sjá Eyjamönnum fyrir raforku. Hann var lagður á árinu 2013 en bilaði í apríl á síðasta ári, um 3 kílómetrum frá Eyjum. Bilunin var á 50 metra dýpi.

Landsnet samdi við belgískt fyrirtæki sem ræður yfir öflugu og vel útbúnu kapalskipi um að annast viðgerðina og var unnið að henni í júní.

Litlar ytri skemmdir voru sýnilegar á þeim hluta strengsins sem bilaði en búturinn var sendur til frekari greiningar á rannsóknarstofu í Englandi.

Í tilkynningu frá Landsneti segir að brunaskemmdir hafi verið á bútnum vegna skammhlaups sem varð í biluninni og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um orsökina. Þó kom í ljós að óæskilegar agnir voru í einangrun næst brunanum og eru mestar líkur taldar á því að bilunina megi rekja til þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert