Vilja óháða matsmenn í veggjatítluhúsið

Hafnarfjörður Horft yfir höfnina.
Hafnarfjörður Horft yfir höfnina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar mælir með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu, teljist í raun ónýtt eða hvort hægt sé að bjarga því frá niðurrifi.

Kemur þetta fram í umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu bæjarins sem unnin var að ósk skipulags- og byggingarráðs eftir að athugasemdir bárust vegna auglýsingu deiliskipulagsbreytingar, en eigendur hyggjast reisa nýtt hús á lóðinni úr steini. Á það að vera stærra en húsið sem þar er nú.

Minjastofnun hefur nú þegar afnumið friðun hússins og gerir ekki athugasemdir við niðurrif þess. Í álitsgerð stofnunarinnar og rökstuðningi fyrir afnámi friðunar hússins kemur fram að byggt sé á gögnum um ástand hússins sem unnin eru fyrir lóðarhafa.

Óttast aukið skuggavarp

„Ef ekki verður unnt að gera við húsið og færa það í upprunalegt horf, verði lögð áhersla á að í hönnun hússins verði stuðst við mælikvarða og hlutföll núverandi húss og byggðarinnar í kring, það verði áréttað í skilmálum deiliskipulagsins,“ segir í umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu bæjarins.

Meðal þeirra sem skiluðu inn athugasemdum vegna fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi eru eigendur að Austurgötu 34. „Nýbyggingin mun auka skuggavarp á lóðina mína og tel ég að breytingarnar stríði gegn hagsmunum mínum,“ segir í umsögn. Þá leggur umhverfis- og skipulagsþjónusta bæjarins til að byggingarreitur á bak við húsið verði færður í fyrra horf vegna aukins skuggavarps.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert