Endurbætur hefjast í ár

Íbúar á Kjalarnesi kalla á vegaumbætur.
Íbúar á Kjalarnesi kalla á vegaumbætur. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Ég er bjartsýnn á að úrbætur á veginum hér á Kjalarnesi komist á dagskrá fljótlega. Sjónarmið okkar njóta skilnings og staðreyndir eru alveg skýrar,“ segir Sigþór Magnússon, formaður Íbúasamtaka Kjalarness.

Krafist er að ráðist verði tafarlaust í nauðsynlegar úrbætur svo tryggja megi umferðaröryggi og greiðar samgöngur um Vesturlandsveg á Kjalarnesi í ályktun íbúafundar sem haldinn var þar í byggðinni í gær. Þar segir að vegabætur séu lífsnauðsynlegar og að öryggi verði að tryggja.

Fundurinn skorar því á ríkisstjórn, þingmenn og sveitarstjórnir að ganga í málið. Minnt er einnig á að á Álfsnesmelum sé Vegagerðin búin að færa hámarkshraða niður í 70 km/klst. Vegfarendur muni tæpast fagna ef slíkar takmarkanir gildi á lengri kafla en eins og ástand vegarins sé nú megi alveg reikna með slíku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert