Krefjast væntanlega áframhaldandi varðhalds

Mennirnir stálu 600 tölvum.
Mennirnir stálu 600 tölvum.

Lögreglan mun í dag líklega fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum vegna um­fangs­mik­ill­ar rann­sókn­ar lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á þrem­ur inn­brot­um í gagna­ver í Reykja­nes­bæ og Borg­ar­byggð þar sem sam­tals 600 tölv­um var stolið. 

Verðmæti þýfisins er talið nema rúmum 200 milljónum króna en innbrotin áttu sér stað á tímabilinu 5. des­em­ber 2017 til 16. janú­ar 2018.

Jó­hann­es Jens­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­nesj­um, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að verið væri að fara yfir gögn málsins og yfirheyra mennina.

Þá lög­reglu­menn, sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við vegna máls­ins, rek­ur ekki minni til þess að viðlíka upp­hæðir hafi áður verið nefnd­ar í tengsl­um við inn­brot og þjófnaði hér á landi. Því ligg­ur við að um sé að ræða stærsta þjófnaðar­mál Íslands­sög­unn­ar, í hefðbundn­um skiln­ingi þess hug­taks hið minnsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert