Von á mikilli rigningu

Klukkan 16 í dag er von á að úrkoman verði …
Klukkan 16 í dag er von á að úrkoman verði eins og hér sést á kortinu. Mest úrkoma er á svæðunum sem blái liturinn er á. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Spáð er suðaustanstormi síðdegis í dag og mikilli rigningu suðaustanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður hvassviðri eða stormur og talsverð rigning. Fólk er beðið að huga að niðurföllum og lausum munum. Á Suðurlandi er spáð suðaustan 18-25 m/s og talsverðri rigningu. Ferðalangar eru beðnir að sýna aðgát. Á Vestfjörðum verður hríð síðdegis í hvassri suðaustanátt. Skyggni verður lélegt og akstursskilyrði erfið.

Á Norðurlandi vestra og eystra er von á snörpum vinhviðum við fjöll, allt að 40 m/s. Á Austfjörðum og Suðausturlandi má búast við suðaustan 15-23 m/s og talsverðri rigningu. Hætt er við vatnavöxtum og auknar líkur á skriðuföllum.

Horfurnar næsta sólarhringinn eru þessar samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands:

Vaxandi suðaustanátt í dag, 18-25 m/s síðdegis með slyddu og síðar rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður og hiti 5 til 10 stig í kvöld.

Snýst í sunnan 10-18 m/s á morgun, laugardag, með skúrum og síðar éljum og kólnar smám saman í veðri. Yfirleitt verður þurrt veður norðan heiða.

Áfram sunnanstormur austanlands fram að hádegi á morgun með talsverðri rigningu og hlýindum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert