Hyggst „brjóta viðkvæm mál til mergjar“

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu biskups Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur.

Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar úrskurðaði í fimm málum sem varða samskipti séra Ólafs Jóhannssonar í vikunni. Í tveimur þeirra komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um siðferðisbrot. Í báðum mál­un­um var um ít­rekaða hátt­semi að ræða.

Úrskurðarnefndin gagnrýnir framgöngu biskups í málinu og segir starfsreglum ekki hafi verið fylgt. Í öðru málinu segir úrskurðarnefndin óskiljanlegt að skýrum starfsreglum um meðferð kynferðisbrota hefði ekki verið fylgt, heldur hefði fagráð sent það biskupi til meðferðar. Þá sé umhugsunarefni hví biskup taldi sér skylt að taka við máli málshefjanda frá fagráðinu til meðferðar, en hefði ekki vísað því til úrskurðarnefndarinnar.  

„Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar.“ Þetta kemur einnig fram í yfirlýsingunni.

Hér er yfirlýsingin í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert