Meira til LHG næsta ár

Þyrla landhelgisgælsunnar, TF SYN.
Þyrla landhelgisgælsunnar, TF SYN. mbl.is/​Hari

„Ég hef lagt áherslu á að það þurfi að fjölga þyrluáhöfnum,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. Eins og fram hefur komið er ein þyrluáhöfn tiltæk hjá Landhelgisgæslunni (LHG) í um 45% tímans.

Sigríður sagði LHG áætla að það að fjölga þyrluáhöfnum þannig að ávallt væru tvær þyrlur til taks, að manna varðskipin og mæta öðrum skyldum kostaði 1-1,5 milljarða á ári til viðbótar við núverandi fjárveitingar.

Þá hafa varnartengd verkefni LHG aukist. Utanríkisráðuneytið staðfesti að bandalagsþjóðir NATO, sem sent hafa sveitir til loftrýmisgæslu, hafa gert athugasemdir í næstum hvert einasta sinn við að ekki sé alltaf hægt að ábyrgjast hér fulla leitar- og björgunargetu með tveimur þyrlum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert