Ástandið „hörmulegt“ ár eftir ár

Ástand vega í höfuðborginni þykir slæmt um þessar mundir. Fjölmargar …
Ástand vega í höfuðborginni þykir slæmt um þessar mundir. Fjölmargar tilkynningar hafa borist um tjón á bílum vegna þess. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Við erum með mál hjá okkur þar sem fólk hefur orðið fyrir verulegu tjóni og ábyrgð hefur verið hafnað,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísar hann í máli sínu til ástands vega á höfuðborgarsvæðinu og tjóns sem ökumenn hafa orðið fyrir vegna hola sem myndast hafa á vegum.

Á þessum árstíma koma holur í ljós þegar snjóa leysir og algengt er að ekki sé brugðist við í tæka tíð með nauðsynlegum viðgerðum. Algengt er að dekk bifreiða skemmist og tjón verði á undirvögnum en í sumum tilvikum getur tjón orðið alvarlegra en það.

„Ástandið er hörmulegt og það er óþolandi að það þurfi að vera þannig ár eftir ár. Það sem er þó jákvætt er að veghaldarar hafa í ár sýnt meiri ábyrgð en oft áður. Bæði með því að vekja athygli vegfarenda á slæmu ástandi og með því að grípa fyrr inn í en oft áður til að tryggja að ekki verði meiri skaði,“ segir Runólfur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert