Rann útaf akstursbraut í Keflavík

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Flugvél frá Icelandair rann út af akstursbraut á Keflavíkurflugvelli í morgun, en skyggni og aðstæður á flugvellinum eru mjög erfiðar.

Samkvæmt heimildum Suðurnes.net var vélin að koma frá Seattle í Bandaríkjunum. Þá herma heimildir að farþegar séu komnir frá borði og voru nokkrir fluttir á HSS til skoðunar.

Rannsóknarnefnd flugslysa er komin á svæðið og rannsakar tildrög slyssins.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hann segir þó vélina ekki hafa runnið út af flugbraut heldur á ökuleiðinni frá flugbraut að flugstöð. Að sögn slasaðist enginn en mikil hálka er á vellinum og slæmt skyggni sökum snjókomu. 
Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Icelandair 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert