Töluverðar seinkanir á flugferðum

Víkurfréttir/Hilmar Bragi Bárðarson

Töluverðar seinkanir hafa verið á millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll í morgun vegna mikillar snjókomu á Suðurnesjum í nótt og í morgun. 

Að sögn upplýsingafulltrúa Isavia, Guðjóns Helgasonar, eru talsverðar tafir á flugi frá landinu sem þýðir að vélarnar koma seinna til landsins síðdegis. 

Á vef Keflavíkurflugvallar sést að í flestum tilvikum er ekki um miklar seinkanir að ræða á flugi til landsins síðdegis en mest seinkun virðist vera á flugi WOW air frá Kaupmannahöfn. Í stað þess að lenda hér klukkan 14:10 er áætlað að hún lendi 16:29.

Hér er hægt að skoða nánar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert