Áfram varað við snörpum vindhviðum

Áfram er spáð snörpum vindhviðum í Öræfum, Mýrdal og undir …
Áfram er spáð snörpum vindhviðum í Öræfum, Mýrdal og undir Eyjafjöllum, alveg fram á fimmtudag. mbl.is/RAX

Búast má við snörpum vindhviðum í Öræfum, Mýrdal og undir Eyjafjöllum lengst af þangað til um hádegi á fimmtudag, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi. 

Annars er spáð austan- og norðaustanátt á landinu næsta sólarhringinn, víða 8-13 metrum á sekúndu, en lengst af 15-23 metrum á sekúndu. Skúrir eða él verða á Suðausturlandi og á Austfjörðum, en yfirleitt þurrt annars staðar. 

Á morgun verður rigning eða slydda með köflum í flestum landshlutum. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig sunnanlands, en áfram frost um mestallt norðanvert landið, en hlýnar þar eftir hádegi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert