Fjárfestingar lífeyrissjóða í skoðun hjá FME

Fjárfestingar lífeyrissjóða sem Arion banki rekur í kísilverksmiðju United Silicon eru til athugunar hjá Fjármálaeftirlitinu. Þetta koma fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á Rúv í kvöld.

Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður og sjóðsfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum, hyggst kæra málið til lögreglu. Hann telur að bankinn og stjórn sjóðsins hafi brotið lög sem hafi kostað sjóðinn rúman milljarð króna.

Í Kveik í kvöld kom fram að eignastýring Arion banka hafði hreinan hvata af að beina viðskiptum til sjóðsstýringafyrirtækisins Stefnis, dótturfélagi bankans, en ekki annað.

Hróbjartur telur fulla ástæðu til að rannsaka málið með tilliti til þess hvort starfsmenn Arion banka eða stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hafi sýnt af sér saknæma háttsemi sem kunni að varða bótaskyldu.

Fulltrúi Fjármálaeftirlitsins segir að hugsanlegt sé að eitthvað misjafnt eigi sér stað þegar bankinn er alltumlykjandi í verkefni eins og var talið í þessu máli og því séu sjóðirnir til skoðunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert