Gerðu það sjálf/ur-bylting í uppsiglingu

Hólmar Svansson forsprakki Restart Ísland hópsins.
Hólmar Svansson forsprakki Restart Ísland hópsins. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sá grunur læðist stundum að neytendum að raf- og rafeindatæki séu vísvitandi þannig úr garði gerð af hálfu framleiðenda að þeim verði ekki langra lífdaga auðið. Endingartíminn er oft skemmri en eldri tækja og þótt þau séu ekki gefin svarar varla kostnaði að gera við þau.

Því er þeim fleygt í stórum stíl með tilheyrandi skaða fyrir umhverfið. Hólmari Svanssyni, fixara og umhverfisvini, blöskraði þessi sóunin og hvernig neytendur eru blekktir og stofnaði hópinn Restart Ísland, sem heldur ókeypis vinnustofur þar sem fólki er kennt að gera sjálft við biluð tæki.

Mamma Hólmars Svanssonar hefur bakað vöfflur á sama vöfflujárninu í 53 ár. Sonurinn sem er árinu eldri en vöfflujárnið segir það aldrei hafa bakað vandræði eins og svo mörg nýlegri raftæki, sem eru svo viðkvæm að þau leggja upp laupana við minnsta hnjask.
„Þau úreldast á skömmum tíma og eru mörg hver ekki viðgerðarhæf vegna þess að framleiðendur hafa vísvitandi smíðað og jafnvel límt þau þannig saman að ógjörningur er að losa skrúfur og annað slíkt. Tilgangurinn er augljós; þeir vilja að við, neytendur, séum sífellt að endurnýja tækin okkar,“ útskýrir Hólmar, fixari og umhverfisvinur, sem ásamt nokkrum góðum félögum boðar viðgerðarbyltingu á Akureyri frá og með morgundeginum.
Sjá viðtal við Hólmar í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert