Risavaxin Katrín á Times Square

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur á móti vegfarendum á Times Square …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur á móti vegfarendum á Times Square í New York í tilefni af fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Ljósmynd/Forsætisráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, prýðir stærðarinnar auglýsingaskilti á Times Square í New York. Tilefnið er verkefnið „Deacade of Women,“ eða: Áratugur kvenna, sem unnið er af Ralph Reutimann og Amber Nyström.

Katrín tekur sig vel út á torginu.
Katrín tekur sig vel út á torginu. Ljósmynd/Forsætisráðuneytið

Auglýsingaskiltið er sett upp í borginni í tengslum við árlegan fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem stendur nú yfir í borginni. Ásamt Katrínu prýða kjarnakonurnar Kamal Shivling frá Indlandi og Aqua Cherif Doumbia frá Malí auglýsingaskiltin.

Heiti verkefnisins er vísun í kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna, 1976-1985 sem fylgdi á eftir Alþjóðlegu kvennaári 1975, og er tilgangurinn nú að koma af stað alþjóðlegri byltingu og ljúka þeirri vinnu sem þarf að eiga sér stað til að koma á jafnrétti.

Katrín kynnir Áratug kvenna ásamt konum frá Indlandi og Malí.
Katrín kynnir Áratug kvenna ásamt konum frá Indlandi og Malí. Ljósmynd/Forsætisráðuneytið

Hluti af verkefninu tengist Íslandi og mun viðtal við Katrínu birtast von bráðar undir merkjum verkefnisins.

Times Square er einn fjölfarnasti staður heims, en daglega eiga um 330.000 manns leið um torgið. Litla Ísland er því sannarlega komið á kortið, að minnsta kosti um sinn.

Hér má lesa nánar um Decade of Women.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert