23 handteknir og yfirheyrðir

Lögreglan hefur handtekið og yfirheyrt 23 og eru fimm enn …
Lögreglan hefur handtekið og yfirheyrt 23 og eru fimm enn í gæsluvarðhaldi mbl.is/Eggert

Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna innbrots í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð. Þá hafa 23 verið handteknir og yfirheyrðir til þessa, en engar vísbendingar eru um hvar þær 600 tölvur sem stolnar voru eru að finna.

Þetta segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá er lögreglan ekki tilbúin að gefa út hversu margir hún telur tengjast málinu.

Lögreglan hefur leitað víða að tölvubúnaðnum sem stolin var en ekkert fundið. Aðspurður um möguleg afdrif þýfisins segir hann það mögulegt að tölvurnar hafi verið sendar erlendis og að það sé ekkert sem útiloki það.

„Við teljum hins vegar líklegra að þýfið sé hér.“

Þá er mat lögreglunnar að búnaðurinn komist auðveldlega í notkun hérlendis, enda „hér vænlegur staður í að reka svona starfsemi vegna hagstæðu raforkuverði og veðurfari og svo framvegis. Þannig að okkur þykir líklegt að það hafi átt að nota þetta hérna,“ segir Jóhannes við mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert