Andlát: Már Magnússon

Már Magnússon
Már Magnússon Ljósmynd/Aðsend

Már Magnússon söngvari og söngkennari lést í Frankfurt am Main 13. febrúar síðastliðinn, 74 ára að aldri, eftir stutt veikindi. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. mars klukkan 13.

Frumraun Más í óperusöng var aðalhlutverkið í óperettunni Die schöne Galathee í Kammeróperunni í Vín, sumarið 1976. Hann söng síðan ýmis óperuhlutverk í Vínarborg til 1977 er hann var ráðinn söngkennari í Söngskólanum í Reykjavík.

Már hefur haldið tónleika hér á landi og tekið þátt í óperuflutningi, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá kom hann fram í útvarpi og sjónvarpi, söng með Leikfélagi Akureyrar og lék í kvikmyndunum Allt gott og Opinberun Hannesar.

Már skilur eftir sig tvo uppkomna syni, Gunnar Karel og Mími, og barnabörn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert