Ók á staur í vímu og próflaus

Wikipedia

Lögreglan handók mann við Eyrartröð í Hafnarfirði seint í gærkvöldi eftir að hafa borist tilkynning um að hann hafi ekið á ljósastaur og ekið á brott. Í ljós kom að maðurinn var undir áhrifum áfengis og fíkniefna og réttindalaus. Maðurinn er einnig grunaður um hótanir og fleira. Hann gistir fangageymslur lögreglunnar vegna rannsóknar málsins.

Skömmu eftir miðnætti hafði lögreglan afskipti af ökumann á bifreiðastæði við Dalbraut en hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum deyfi- / svefnlyfja. 

Síðdegis var för bifreiðar stöðvuð við Stekkjarbakka en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og að aka ítrekað sviptur ökuréttindum. Um hálf tíu í gærkvöldi var ökumaður stöðvaður á Nýbýlavegi en hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Ökumaður bifreiðar sem var stöðvuð í Hraunbænum í nótt er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og hefur aldrei öðlast ökuréttindi.

Á fimmta tímanum í nótt hafði lögreglan afskipti af manni í bifreið á bifreiðastæði þar sem hann var með hljómtækin í botni.  Maðurinn framvísaði til lögreglu ætluðum fíkniefnum og var málið afgreitt á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert