Opinbert hlutafélag um nýjan Herjólf?

mbl.is/Sigurður Bogi

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fundaði með bæjarstjórn Vestmannaeyja í gær um mögulegt rekstrarfyrirkomulag nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Ráðherra hefur áður sagt að hagkvæmasti möguleikinn í stöðunni sé að bjóða út rekstur nýrrar ferju til skemmri tíma, mögulega til tveggja ára. Vestmannaeyjabær hefur lýst sig tilbúinn til að taka við rekstri ferjunnar.

Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að móta þurfi þjónustu nýrrar ferju til að mæta þörfum íbúa, sem hafi verið ósáttir við þjónustuna eins og hún hefur verið veitt. „Ráðherra tók hugmyndum okkar vel, við erum sammála um markmiðin. Við lýstum þessari leið sem við teljum rétt að fara. En við erum líka tilbúin til þess að nálgast aðrar leiðir með ráðherra, eins og t.d. það að þetta verði opinbert hlutafélag og ríki og sveitarfélag geri þetta saman,“ segir Elliði í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert