Víða hægt að skíða fyrir norðan og austan

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið í dag.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Víða er hægt að skíða á Norður- og Austurlandi í dag, sem og á Vestfjörðum. 

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið frá klukkan 10 til 16. Þar er logn og 3 stiga hiti.

Á skíðasvæðinu í Stafdal verður opið frá klukkan 11 til 16 og eru aðstæður góðar samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki á svæðinu.

Þá verður skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði einnig verður opið í dag frá klukkan 10 til 16. Klukkan hálfníu í morgun var þar austsuðaustan gola, eins stigs hiti og alskýjað en spár gera ráð fyrir að það mun létta til þegar líður að hádegi. Færið er troðinn rakur snjór en frostið í snjónum er um 1 stig. Fjórar lyftur verða opnar í dag og 10 skíðaleiðir klárar. Þá verður Hólsgöngubraut tilbúin klukkan 11.

Það viðrar einnig vel til skíðaiðkunar á Vestfjörðum og verður skíðasvæðið í Tungudal á Ísafirði opið milli klukkan 10 og 16. 

Skíðasvæðin í nágrenni höfuðborgarsvæðið eru lokuð vegna veðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert