1.500 greinst með forstig mergæxlis

Sigurður Yngvi Kristinsson.
Sigurður Yngvi Kristinsson. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Um 1.500 manns hafa greinst með prótein sem skilgreinir forstig mergæxlis og mergæxli í rannsókninni Blóðskimum til bjargar.

Þetta sagði Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum RÚV.

Blóðsýni úr 35 þúsund manns sem tóku þátt í rannsókninni eru þegar komin, ásamt frumniðurstöðum.

Að sögn Sigurðar Yngva hafa 1.000 manns greinst með nýtt forstig mergæxlis en vissu það ekki áður en þeir tóku þátt í rannsókninni.

Af þeim sem búið er að rannsaka hafa 10 manns greinst með mergæxli.

Alls vinna 17 við rannsóknina í fullu starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert