Hefur störf hjá Landhelgisgæslu í maí

Ásgeir Erlendsson ásamt sambýliskonu sinni Söru Rakel Hinriksdóttur.
Ásgeir Erlendsson ásamt sambýliskonu sinni Söru Rakel Hinriksdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is.

Hann tekur við starfinu af Sveini Guðmarssyni sem er nýr fjölmiðlamiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 

14 ár í fjölmiðlum

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu öllu saman," segir Ásgeir sem þrátt fyrir ungan aldur á að baki alls 14 ára feril í fjölmiðlum. Hann hefur ekki gegnt starfi upplýsingafulltrúa áður. „Það verður fróðlegt og spennandi að vera hinum megin við borðið.“

Hvað kom til að þú sóttir um þetta starf? 

„Það var í raun veru það að ég heillaðist algjörlega af bæði starfinu og starfseminni þegar við gerðum þætti um Landhelgisgæsluna á Stöð 2 núna í haust. Ég var þar með annan fótinn á síðasta ári og var að fjalla um ansi marga anga starfseminnar. Það varð til þess að ég ákvað að sækja um,“ segir Ásgeir. 

Feril sinn í fjölmiðlum byrjaði Ásgeir á Rás 2 við þáttagerð árið 2004, þá 15 ára gamall. Árið 2011 fór hann yfir til Stöðvar 2 og hefur verið þar síðan þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert