Þörungaverksmiðjan greiði 27 milljónir

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.

Í reifun dómsins kemur fram að félögin hafi deilt um uppgjör á verksamningi um endursmíði og viðgerðir á tilteknu skipi í eigu Þörungaverksmiðjunnar. Þá segir að Þörungaverksmiðjan hafi rift verksamningnum vegna ætlaðra vanefnda Þorgeirs og Ellerts hf. á samningum og útgáfu tilhæfulausra reikninga.

Í dómi Hæstaréttar kom fram að framganga ÞE hf. við verkið hefði ekki leitt til tafa eða raskað hagsmunum Þ hf. þannig að réttlætt hefði riftun á verksamningum.  

Var Þ hf. gert að greiða ÞE hf. greiðslur vegna ýmissa samningsverka og viðbótarverka og var sú niðurstaða í flestum atriðum reist á mati yfirmatsmanna en í nokkrum atriðum á mati undirmatsmanna. Þá var talið að Þ hf. hefði ofgreitt fyrir verkið að hluta og var ofgreiðslan dregin frá kröfu ÞE hf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert