Deiliskipulag Vesturlandsvegar tilbúið

Vesturlandsvegur.
Vesturlandsvegur.

Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg er tilbúið og á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að auglýsa það. Nýtt deiliskipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn, eins og hávær krafa hefur verið um.

Deiliskipulagssvæðið nær yfir núverandi vegstæði Vesturlandsvegar á 14 kílómetra kafla, frá sveitarfélagsmörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar að gatnamótunum við Hvalfjarðarveg. Skipulagsmörkin elta veghelgunarsvæði Vesturlandsvegar, hliðarvegi og göngu- og reiðleiðir meðfram þeim. Á þessum kafla eru nú um 40 vegamót, tengingar, þveranir o.fl. Ein akrein er í hvora akstursstefnu á veginum og enginn aðskilnaður á milli akstursstefna .

Eftir breikkun verður Vesturlandsvegur 2+1 vegur en 2+2 vegur síðar. Til að byrja með verður kaflinn frá Esjubergi að Hvalfjarðarvegi breikkaður, en hann er um 9 kílómetrar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert