Breyttu „Krambúð“ í „Klámbúð“

Átt var við skilti búðarinnar í nótt.
Átt var við skilti búðarinnar í nótt.

Hrekkjalómar á Selfossi breyttu skilti Krambúðarinnar í bænum á miður fallegan hátt í nótt þannig að í stað þess að þar stæði Krambúð stóð Klámbúð. Fjöldi vegfarenda tók eftir uppátækinu í morgun og deildu margir myndum af skiltinu á samfélagsmiðlum í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Krambúðinni var strax farið í að laga skiltið í morgun og hefur því nú verið breytt í upprunalegt horf.

Nokkur vinna hefur verið fyrir hrekkjalómana að breyta skiltinu, en bæði þurfti að breyta r-inu í l með því að mála yfir hluta stafsins r og svo nota bláa málningu til að stækka stafinn og svo aftur til að bæta við broddi fyrir ofan a-ið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert