Lögreglan leitar eigenda stolinna muna

Pinterest-síða lögreglunnar.
Pinterest-síða lögreglunnar.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda fjölda stolinna muna sem haldlagðir hafa verið og tengjast innbrotum sem framin voru nýverið. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að tekist hafi að koma stórum hluta umræddra muna til eigenda, en að enn sé nokkuð magn muna sem ekki er vitað hvaðan koma.

Hefur lögreglan birt munina sem um ræðir á Pinterest-síðu embættisins og geta þeir sem kannast við munina og telja sig eiga þá haft samband við lögregluna eftir páska.

Munirnir eru samtals 132 talsins og má finna á tveimur borðum á reikningi lögreglunnar sem bera nöfnin „haldlagðir munir“.

Pinterest-síða lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert