Varð undir beltagröfu

Útkallið fyrr í kvöld var mjög fjölmennt.
Útkallið fyrr í kvöld var mjög fjölmennt. mbl.is/Ófeigur

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að maðurinn, sem bjargað var fyrr í kvöld, hafi verið með meðvitund við björgunina. Hann segir beltagröfu hafa oltið ofan á manninn, sem lá fastur undir henni áður en honum var komið til bjargar.

Hann hefur nú verið fluttur á sjúkrahús í Reykjavík, en þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til að flytja hann þangað.

„Og að svo stöddu hef ég ekki miklar áhyggjur af honum,“ segir Oddur í samtali við mbl.is, en bætir við að hann hafi þó ekki nýjustu upplýsingar um líðan mannsins.

„En þetta virðist hafa farið betur en á horfðist,“ segir hann og vísar um leið til þess fjölda sem kallaður var út til björgunarinnar, en samkvæmt upplýsingum mbl.is voru á staðnum að minnsta kosti samtals tíu slökkvi-, sjúkra- og lögreglubifreiðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert