Ákærður fyrir að hóta lögreglu kynferðislegu ofbeldi

Embætti héraðssaksóknara ákærði í málinu.
Embætti héraðssaksóknara ákærði í málinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa hótað tveimur kvenkyns lögreglumönnum lífláti og að beita þá kynferðislegu ofbeldi við skyldustörf.

Hafði maðurinn verið handtekinn og færður í lögreglubifreið og var á leið frá Bankastræti að lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar hin meintu brot áttu sér stað.

Er maðurinn talinn hafa brotið gegn valdstjórninni og að meint brot hans eigi við 1. málsgrein 106. greinar almennra hegningarlaga. Þar er kveðið á um að hver sá sem beiti ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, geti sætt fangelsi allt að sex árum. Beinist brotið að lögreglumanni má hins vegar beita allt að átta ára fangelsi. Sé brotið smáfellt má hins vegar beita sektum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert