Alvarlegt umferðarslys við Vík

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna umferðarslyss sem átti sér stað við Höfðabrekku rétt austan við Vík í Mýrdal. Bíllinn fór út af veginum.

Þrír voru í bílnum og talið er að einn hafi kastast út. Sá er talinn alvarlega slasaður. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í samtali við mbl.is. Þyrlan flutti þann sem slasaðist mest til Reykjavíkur en ekki liggur fyrir hvort hinir tveir fóru einnig með þyrlunni.

Hann veit ekki betur en að aðstæður á vettvangi hafi verið góðar og tildrög slyssins liggja því ekki fyrir. Hann segir enn verið að vinna á vettvangi en ekki verði hægt veita frekari upplýsingar um slysið fyrr en búið er að ræða við fólkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert