Maðurinn ber fyrir sig minnisleysi

Tilkynnt var um andlát mannsins á níunda tímanum á laugardagsmorgun.
Tilkynnt var um andlát mannsins á níunda tímanum á laugardagsmorgun. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á Suður­landi vill hvorki staðfesta né neita ummælum lögmanns manns sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað bróður sínum í Biskupstungum um helgina.

Ólafur Björnsson, verjandi mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi, sagði í samtali við RÚV í morgun að skjólstæðingur hans hefði vaknað um morguninn og ekki áttað sig á því hvað hefði gerst.

„Það liggur ekki fyrir hvað gerðist nákvæmlega þessa örlagaríku nótt og það verður bara að rannsaka það til hlítar,“ sagði Ólafur.

Elís Kjart­ans­son, lög­reglu­full­trúi hjá lög­regl­unni á Suður­landi, vildi sem minnst tjá sig um málið. Hann sagði þó að bráðabirgðaniðurstaða krufningar sýni að þetta sé áverki af mannavöldum. Oddur Árnason, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, sagði í gær að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi væri grunaður um manndráp.

Elís segir rannsókn málsins í fullum gangi og að málið sé algjört forgangsmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert