Komnir í óhefðbundin slökkvistörf

mbl.is/Hjörtur

„Þetta er ekki að klárast en þetta fer hins vegar ekki frá okkur eins og staðan er núna. Við héldum í upphafi að við værum aðeins að ná utan um þetta en lentum síðan í því að vera hreinlega að elta verkefnið sem er mjög óþægileg staða.“

Þetta segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. Hins vegar væru nú komar stórvirkar vinnuvélar og bifreiðar frá ISAVIA og aðstoð frá nágrannasveitarfélögum, m.a. úr Árnessýslu og af Suðurnesjum.

mbl.is/Hjörtur

„Við erum núna komnir í óhefðbundin slökkvistörf, við erum að rífa hreinlega niður hluta af byggingunni til þess að ná að slökkva það sem er þar fyrir innan því ég hreinlega hætti ekki á að senda mína menn inn í þetta við þessar aðstæður.“

Vísar Jón Viðar til þess sem hann hefur áður sagt við fjölmiðla að hrunhætta sé inni í húsinu, bæði vegna varnings og hússins sjálfs, ekki síst þaksins. Verið væri að setja slökkviliðsmennina í mikla hættu með því að senda þá inn í húsið.

„Við erum alveg komin með tök á eldinum í sjálfu sér en það eru hreiður og hitt og þetta sem við þurfum að glíma við. Þetta heldur áfram eitthvað fram á kvöldið og síðan tekur væntanlega eitthvað minni mannskapur við í lokin.“

mbl.is/Hjörtur
mbl.is/Hjörtur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert