Mikill eldur í Garðabæ

Mjög mikinn reyk leggur frá byggingunni.
Mjög mikinn reyk leggur frá byggingunni. mbl.is/Ófeigur

Mikill eldur logar í húsi Icewear og Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ, á atvinnu- og iðnaðarsvæðinu aftan við Kaplakrika. Allt tiltækt slökkvilið, sem og slökkviliðsmenn á frívakt, er komið á vettvang. Maður sem kom að húsinu um átta í morgun, er eldurinn var nýkviknaður, segir að fólk hafi streymt út úr byggingunni er það varð eldsins vart.

Mikinn reyk leggur frá eldinum og sést hann víða að, m.a. úr Breiðholti, Fossvogi, Grafarvogi og Norðlingaholti. Lögreglan biður óviðkomandi að koma ekki á vettvang þar sem það skapi lögreglu „gríðarlegt álag að kljást við forvitið fólk,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Á þessari mynd sést vel að eldurinn logaði í miðju …
Á þessari mynd sést vel að eldurinn logaði í miðju húsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt blaðamanni mbl.is sem er á staðnum er eldurinn í húsi Icewear og Geymslna.is í Miðhrauni. Mikinn og svartan reyk leggur frá eldinum og virtist hann, um 8.30 í morgun, frekar vera að færast í aukana. Búið er að setja upp tálmanir til að girða svæðið af. Fjölmargir slökkviliðsmenn eru á vettvangi sem og lögreglumenn. Svo virðist sem eldurinn sé bundinn við eitt hús. 

Um klukkan níu sást hvar slökkviliðsmenn voru að reyna að brjóta sér leið inn í húsið með því að saga gat á hurð og innandyra sést mjög mikill eldur. „Slökkviliðsmenn á vettvangi eru hér fleiri en ég get talið,“ segir blaðamaður mbl.is.

Eldurinn er í byggingu sem hýsir Icewear og Geymslur.is.
Eldurinn er í byggingu sem hýsir Icewear og Geymslur.is. mbl.is/Ásdís

Þá hefur hópur fólks safnast saman skammt frá vettvangi til að fylgjast með störfum slökkviliðsins. 

 Fólk kom út úr logandi húsinu

Nökkvi Svavarsson, starfsmaður Ísafoldarprentsmiðju, var að mæta til vinnu rétt um átta í morgun er hann sá reyk koma frá byggingunni. „Þá var enginn slökkviliðsmaður kominn á staðinn en það virtist bara springa eldur og reykur upp úr þakinu.“

Hann segir fólk hafa komið út úr húsinu, að honum sýndist út úr verslun Icewear. „Bæði á vestur- og austurgafli hússins var fólk að tínast út.“

 Nú rétt eftir klukkan 9 segir hann agnir koma niður úr reyknum, mögulega úr steinull. „Reykinn leggur hér að Ísafoldarprentsmiðjunni en það er sem betur fer logn svo það er ekki mikil mengun.“

Eldsvoðinn séður úr lofti klukkan 8.20 í morgun.
Eldsvoðinn séður úr lofti klukkan 8.20 í morgun. Ljósmynd/Sigurður Egill
Þykkur reykarmökkur stígur til himins.
Þykkur reykarmökkur stígur til himins. mbl.is/Eggert
Svartan reykjarmökk leggur frá eldinum sem er í byggingu við …
Svartan reykjarmökk leggur frá eldinum sem er í byggingu við Miðhraun í Hafnarfirði. mbl.is
Mikinn reyk leggur frá eldsvoðanum og sést hann víða að.
Mikinn reyk leggur frá eldsvoðanum og sést hann víða að. mbl.is
Svartan reyk leggur yfir byggðina við Miðhraun í Garðabæ.
Svartan reyk leggur yfir byggðina við Miðhraun í Garðabæ. mbl.is
Griðarlegan reyk leggur frá húsinu eins og sést vel á …
Griðarlegan reyk leggur frá húsinu eins og sést vel á þessari loftmynd. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert