Dragdrottningar með yfirvigt til LA

Draglistamenn. F.v. Atli Demantur, Neville Ingley, Kristrún Hrafnsdóttir, Bjarni Óskarsson, …
Draglistamenn. F.v. Atli Demantur, Neville Ingley, Kristrún Hrafnsdóttir, Bjarni Óskarsson, umsjónarmaður, og Sigurður Heimir Guðjónsson. Draglistamennirnir hafa hver um sig þróað sinn stíl og tekið sér listamannsnafn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsta íslenska dragútrásin stendur fyrir dyrum hjá fjöllistahópnum Drag-Súgur. Leiðin liggur á stærstu dragráðstefnu heims í Los Angeles, þar sem dragdrottningar ætla að kynna íslenska dragmenningu, sem rutt hefur sér til rúms í skemmtanalífi landsmanna undanfarin ár.

Búast má við töluverðri traffík í íslenska básnum því hann er við hliðina á bás Ru Paul, frægustu dragdrottningar Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað. Drag-Súgur heldur dragsýningu í kvöld á Gauknum til að styrkja ferðalangana.

Gógó Starr, Deff Starr, Jenny Purr og Atli demantur ásamt Bjarna Óskarssyni, umboðsmanni þeirrar fyrstnefndu, fara í næsta mánuði á eina stærstu dragráðstefnu heims í Los Angeles. Allar eru drottningarnar í fjöllistahópnum Drag-Súgur, sem haslað hefur sér völl í skemmtanalífi Reykvíkinga á liðnum árum. Forsprakki hópsins og framkvæmdastjóri er Sigurður Heimir Guðjónsson, sem kemur fram sem Gógó Starr og er að því hann best veit, eina dragdrottning landsins í fullu starfi sem slík.
Sjá umfjöllun um þessa útrás í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert