Sigmundur Davíð á Þingvöllum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvellir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvellir. Haraldur Jónasson / Hari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Alma Möller, nýr landlæknir, verða gestir Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvellir á K100 klukkan 10 á morgun.

Páll mun meðal annars ræða við Sigmund Davíð um þingsályktunartillögu þess efn­is að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til máls­höfðun gegn fjór­um ráðherr­um þann 28. sept­em­ber 2010 vegna starfa þeirra í rík­is­stjórn Íslands fyr­ir efna­hags­hrunið árið 2008. Auk þess eigi ráðherr­arn­ir skilið af­sök­un­ar­beiðni frá hlutaðeig­andi aðilum.

Er Sigmundur fyrsti flutningsmaður tillögunnar en alls eru 15 flutningsmenn. Þess má geta að Páll er einn af þeim. Því næst mun Páll ræða við Ölmu Möller sem tók við embætti landlæknis þann 1. apríl.

Björt Ólafs­dótt­ir, formaður Bjartr­ar framtíðar, og Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, skipta með sér þáttastjórn og á páskadag var fyrsti þáttur Þingvalla þar sem Björt ræddi við Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands. Hér er hægt að hlusta þá fyrsta þáttinn í heild sinni. 

Þátt­ur­inn verður á dag­skrá alla sunnu­daga og póli­tík og mál­efni líðandi stund­ar verða í for­grunni í þættinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert