Bjartviðri víða um land

Veðurútlit á hádegi í dag, sunnudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, sunnudag.

Útlit er fyrir hægt vaxandi suðaustanátt á landinu í dag. Sums staðar má búast við dálitlum éljum um landið sunnanvert, en annars staðar verður víðast hvar bjartviðri.

Strekkings vindur verður allra vestast síðdegis í dag, en syðst á morgun. Veður fer heldur hlýnandi og verður hiti á bilinu 0-6 stig yfir daginn, en þó verður talsvert frost í innsveitum í nótt.

Búast má við suðlægari átt á þriðjudag og áfram úrkomulitlu veðri, en rigningu um landið vestanvert á miðvikudag og þá gæti orðið frostlaust á öllu landinu og einnig að næturlagi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert