Í tvígang óvelkomin í sama húsnæði

mbl.is/Hjörtur

Tilkynnt var um óvelkomið fólk í húsnæði í austurbænum um hálftólfleytið í gærkvöldi. Engin var hins vegar á staðnum þegar að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang.

Um fjögurleytið í nótt  barst lögreglu svo aftur tilkynning um fólk í þessu sama húsnæði. Að þessu sinni voru karlmaður og kona handtekinn á vettvangi og þau voru vistuð í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins.

Þá var lögreglu tilkynnt um konu sem hent var í jörðina fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði um hálfþrjúleytið í nótt. Var konan flutt á slysadeild, en hún kenndi til í baki.

Skömmu síðar var karlmaður sleginn í andlitið fyrir utan skemmtistað í miðbænum. Reyndust meiðsli hans vera minniháttar, en gerandi er ókunnur að því er segir í dagbók lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert