Þvottabjörn var ekki með hundaæði

Þvottabjörn. Einn fannst við Hafnir.
Þvottabjörn. Einn fannst við Hafnir. Ljósmynd/Wikimedia

Þvottabjörninn, sem fannst við Hafnir á Reykjanesi um miðjan febrúarmánuð, var ekki með hundaæði. Það staðfesta sýni sem tekin voru úr birninum og send til rannsókna í Svíþjóð.

Jarðneskar leifar þvottabjarnarins eru núna í frysti hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum í Reykjavík og ráðgert er að rannsaka þær á næstunni með tilliti til dýraheilbrigðis og dýrasjúkdóma.

Hjalti Andrason, fræðslustjóri hjá Matvælastofnun, segir í Morgunblaðinu í dag, að ákveðið hafi verið að ganga fyrst úr skugga um hvort þvottabjörninn hafi verið með hundaæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert