Krabbar fá nýtt lögheimili

Rauðspretta. Þrátt fyrir sérstakt litaafbrigði var henni vel tekið í …
Rauðspretta. Þrátt fyrir sérstakt litaafbrigði var henni vel tekið í Sæheimum er hún fékk heimilisfesti þar í vikunni.

„Það er alger nauðsyn fyrir okkur til að geta haldið sýningunni gangandi að sjómenn hafi okkur í huga og margir þeirra hafa verið mjög duglegir,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri í Sæheimum í Vestmannaeyjum, um samstarf við sjómenn á Eyjaflotanum.

Í vikunni fékk safnið nokkra krabba og humra, sem verða settir í ker í safninu, en þar er að finna fjölda lifandi fiska og annarra sjávarlífvera.

Gaddakrabbi, tröllakrabbi, humrar og kolkrabbi fengu nýtt lögheimili í Sæheimum þegar skipverjar á Drangavík VE komu færandi hendi á mánudag. Í fyrra komu þeir með óvenjustóran nornakrabba, sem því miður var dauður við komuna í safnið.

Sjá umfjöllun um dýraviðbótina hjá Sæheimum á baksíðu Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert