„Mjög mikilvæg hagsmunagæsla“

Forsvarsmenn Icelandic Group ehf. afhentu ráðherrum vörumerkin Icelandic og Icelandic …
Forsvarsmenn Icelandic Group ehf. afhentu ráðherrum vörumerkin Icelandic og Icelandic Seafood til eignar í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Valgarður Gíslason

„Við þurfum að halda vel utan um vörumerkið Ísland. Það færist í aukana að það séu aðilar að reyna að tengja sig við Ísland og nota nafnið. Það eru auðvitað fjárhagslegir hagsmunir í húfi en líka meira en það,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Utanríkisráðuneytið hefur síðasta áratug sinnt vörumerkjavöktun vegna orðsins Íslands um heim allan. Með því er gætt að réttmætri notkun orðsins í viðskiptum enda talið mikilvægt að íslensk fyrirtæki geti kennt sig við Ísland og hið opinbera geti notað landsheiti sitt í viðskiptatengdar landkynningar.

Umfang þessarar vöktunar hefur aukist hratt síðustu ár. Ráðuneytið kaupir þjónustu vöktunarfyrirtækis á sviði hugverkaréttar og á undanförnum árum hefur skráningum á orðinu Íslandi sem vörumerki fjölgað mjög. Kostnaður vegna þessa hefur að sama skapi margfaldast, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert