Nýjar lögreglubifreiðar komnar á götuna

Lögreglan á Vestjörðum, lögreglan á Vesturlandi, lögreglan á Norðurlandi-Eystra og …
Lögreglan á Vestjörðum, lögreglan á Vesturlandi, lögreglan á Norðurlandi-Eystra og lögreglan á Suðurnesjum tóku í dag í notkun nýjar lögreglubifreiðar af gerðinni Volvo V90CC 4x4. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórar nýjar Volvo V90CC 4x4 bifreiðar voru teknar í notkun í dag í fjórum lögregluembættum á landsbyggðinni, en bílarnir eru sérstaklega framleiddir fyrir lögregluna.

Bifreiðarnar skarta nýju útliti sem svip­ar til merk­inga lög­reglu­bif­reiða víða í Evr­ópu.

Samkvæmt upplýsingum frá bílamiðstöð ríkislögreglustjóra eru bifreiðarnar afar öflugar í þau verkefni sem þeim er ætlað. Vélin er um 238 hestöfl og togið er mikið. Þá er hemla- og fjöðrunarbúnaður sérstyrktur ásamt tvöföldu rafkerfi.

Mikil áhersla er lögð á öryggisbúnað sem er mikill og góður og eru bílarnir með nýjar merkingar sem eiga að auka öryggi lögreglumanna til muna.

Allur lögreglubúnaður bílanna er nýr, radartæki, upptökubúnaður og fjarskiptabúnaður.

Þau lögregluembætti sem tóku við bifreiðunum í dag eru lögreglan á Vestjörðum, lögreglan á Vesturlandi, lögreglan á Norðurlandi-Eystra og lögreglan á Suðurnesjum.

Verið er að standsetja fjóra bíla til viðbótar sem verða teknir í notkun hjá lögreglunni á Suðurlandi, lögreglunni á Austurlandi, lögreglunnar á Norðurlandi-Vestra og lögreglunni í Vestmannaeyjum á næstu vikum.

Bifreiðarnar eru sérframleiddar fyrir lögreglu.
Bifreiðarnar eru sérframleiddar fyrir lögreglu. Ljósmynd/Lögreglan
Alls verða átta nýjar bifreiðar teknar í notkun hjá lögregluembættum …
Alls verða átta nýjar bifreiðar teknar í notkun hjá lögregluembættum á landsbyggðinni. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert