Lokað fyrir umferð vegna sinuelds

Sinueldur á Kirkjusandi þar sem Strætó var áður með lóð varð til þess að lögreglan þurfti að loka fyrir umferð um Sæbrautina.

Að sögn slökkviliðsins sáust ekki handa skil vegna mikils reyks og var því ekki hægt annað en að loka fyrir umferð.

Slökkviliðið hófst handa við að slökkva eldinn upp úr klukkan 17.30 og tók um 20 mínútur að slökkva hann.

Að sögn varðstjóra kviknaði bruninn á um 100 til 200 fermetra svæði. Breiddist hann hratt út vegna þess að þurrt var í veðri og vindur.

Ekkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu. 

Frá sinueldinum.
Frá sinueldinum. Ljósmynd/Jón Gústafsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert