Ekki tekjutengt í Vestmannaeyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Vestmannaeyjabær hefur frá árinu 2012 fellt niður fasteignagjöld á ellilífeyrisþega, 70 ára og eldri, sem búa í eigin húsnæði, óháð tekjum.

Í tilkynningu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi frá sér sl. miðvikudag segir að sveitarstjórnum sé óheimilt að veita afslátt af fasteignaskatti án tekjutengingar.

Í tilkynningunni kom einnig fram að Vestmannaeyjabær hefði haft tekjutengingu við niðurfellingu fasteignagjalda eldri borgara síðan 2015, en í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, það vera rangt þar sem 70 ára og eldri í eigin húsnæði hafi frá árinu 2012 fengið fasteignagjöld niðurfelld að fullu óháð tekjum. Nóg sé að annað hjónanna hafi náð 70 ára aldri til þess að til niðurfellingar komi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert