Maður verður aldrei of gamall fyrir skotfimi

Nemendur í 9. bekk í Holtaskóla hafa í vetur getað …
Nemendur í 9. bekk í Holtaskóla hafa í vetur getað tekið skotfimi í vali. Nú er fjórði nemendahópurinn hálfnaður með níu vikna námskeið, og allir ánægðir.

Skotfimiiðkendur í röðum Keflavíkur iða nú í skinninu yfir að komast á útisvæði félagsins í Reykjanesbæ. Þar eru notuð púðurskot úr haglabyssum, skammbyssum og rifflum. Margir Íslandsmeistarar í greininni eru úr Keflavík og boðið er upp á skotfimi sem val fyrir nemendur í 9. bekk í Holtaskóla.

Skotdeild Keflavíkur er næststærsta deildin innan Keflavíkur, telur rúmlega 700 félagsmenn. Deildin sem áður hét Skotíþróttafélag Keflavíkur fór undir hatt Keflavíkur árið 1994 og hefur vaxið mikið síðan. Að sögn Bjarna Sigurðssonar, formanns deildarinnar, voru félagsmenn um 130 þegar hann kom inn í stjórn árið 2005.

Árið 2012 urðu mikil umskipti meðal iðkenda þegar ákveðið var að stofna unglingadeild. Ekki aðeins fjölgaði iðkendum heldur breikkaði aldursbilið umtalsvert. Hægt er að bjóða iðkendum niður í 12 ára að æfa þar sem deildin er búin skothermi sem heimilar æfingar ungmenna.

Sjá umfjöllun um skotdeild Keflavíkur og viðtal við Theodór Kjartansson yfirþjálfara hennar í heild í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert