Olla er hestaamman mín

Gunnhildur Birna Björnsdóttir með verðlaunin.
Gunnhildur Birna Björnsdóttir með verðlaunin. mbl.is/Helgi

„Ég vil leggja allt í að komast vel frá því sem ég geri. Ná því besta sem hægt er út úr hrossinu,“ segir Gunnhildur Birna Björnsdóttir, nemandi á Hvanneyri, sem vann Morgunblaðsskeifuna í ár. Verðlaunin eru veitt á skeifudegi Landbúnaðarháskóla Íslands og Hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri en skeifudagurinn er ávallt sumardagurinn fyrsti.

Morgunblaðsskeifan er veitt þeim nemanda sem náð hefur bestum samanlögðum árangri í reiðmennskuhluta knapamerkis 3. Allir nemendur starfsmenntabrauta og háskóladeilda Landbúnaðarháskólans sem ekki hafa tekið þátt í skeifukeppni áður hafa þátttökurétt.

Gunnhildur hefur unnið á hestabúinu á Skáney og telur hún að reynslan þaðan hafi hjálpað sér í skeifukeppninni í vetur. Hún sér nú á eftir trippinu sem hún tamdi í vetur í sláturhúsið vegna þess að það er bæklað og ekki hægt að nota það.

Sjá viðtal við Gunnhildi í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert