Eldur á Óðinsgötu

Allt tiltækt lið er á staðnum.
Allt tiltækt lið er á staðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allar stöðvar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út á tíunda tímanum vegna elds í íbúðarhúsi á Óðinsgötu í Reykjavík. Búið er að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsmanns á vettvangi.

Að sögn sjónvarvotts sáust slökkviliðs- og sjúkrabílar á vettvangi, auk lögreglubíla á horni Bjargarstígs og Óðinsgötu. Reykur sást leggja út úr glugga hússins.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Blaðamaður mbl.is ræddi við slökkviliðsmann á vettvangi sem segir að eldurinn hafi kviknað í kjallara hússins. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en töluverður reykur er í húsinu og er unnið að því að reykræsta það.

Talið er að húsið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kviknaði. Eldsupptök eru ókunn. Svo virðist sem að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu.

Ljósmynd/Sesselja María Mortensen

Uppfært kl. 22:05

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu, þá fóru reykkafarar inn í húsið. Þeir leituðu á öllum fjórum hæðum þess og enginn reyndist vera inni í byggingunni. Talið er að hústökufólk hafi tekið sér bólfesetu í kjallaraíbúð hússins, þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað en eldurinn logaði m.a. í sófa. Mikill reykur var á öllum hæðum og því unnið að því að reykræsta.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Þóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert