Mikið af gögnum í máli Sindra

Sindri strauk frá Sogni fyrr í vikunni.
Sindri strauk frá Sogni fyrr í vikunni. Grunnkort/Map.is

Lögreglan hefur aflað mikils magns símagagna, upplýsinga um bílaleigubíla og teikninga í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem strauk úr fangelsinu á Sogni.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði sem var kveðinn upp 21. mars kemur fram að mikið magn símagagna er rakið til Sindra og eru þau talin hafa að geyma mikilvægar upplýsingar um aðdraganda og framkvæmd þjófnaðar á tölvum úr gagnaverum, sem Sindri er grunaður um.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Sindri hélt því fram í yfirlýsingu sinni að lögreglan hefði engin sönnunargögn í málinu.

Einnig kemur í úrskurðinum fram að við húsleit hjá Sindra hafi fundist teikningar sem eru taldar vera af gagnaverinu sem var brotist inn í í janúar.

Sömuleiðis er vísað til gagna sem eru sögð benda til þess að Sindri hafi tekið sendibifreiðar í leigu á þeim tíma sem innbrotin voru framin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert