Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi

Fulltrúar Kópavogsbæjar, Neyðarlínunnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við undirritun samningsins.
Fulltrúar Kópavogsbæjar, Neyðarlínunnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við undirritun samningsins. Ljósmynd/Aðsend

Eftirlitsmyndavélar sem greina númeraplötur verða settar upp á Fífuhvammsvegi og við Skógarlind í Kópavogi á næstu vikum. Myndavélarnar munu greina allar aðkomur inn í Kópavog austan við Reykjanesbraut, að því er segir í tilkynningu frá bænum.

Skrifað hefur verið undir samning á milli Kópavogsbæjar, Neyðarlínunnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en í honum er tryggt að eingöngu lögregla hefur aðgang að efni vélanna.

Eftirlitsmyndavélarnar voru á meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í verkefninu Okkar Kópavogur, en íbúakosningar fóru fram í byrjun árs. Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert