Plokka 4.000 kílómetra á degi jarðar

Plokkað af krafti á degi jarðar.
Plokkað af krafti á degi jarðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áhugahópurinn Plokk á Íslandi stendur í dag fyrir viðburði á degi jarðar, 22. apríl, þar sem allir ætla að fara út og plokka það sem nemur einum kílómetra. Um 4.500 manns eru í Facebook-hópnum Plokk á Íslandi og því má ætla að hópurinn muni skila „fjögur þúsund kílómetra hreinum streng til samfélagsins“, að því er segir í tilkynningu.

Þeir sem vilja taka þátt eru hvattir til þess að skrá sig í hópinn Plokk á Íslandi á Facebook og melda sig á viðburð dagsins. „Svo velurðu svæði þar sem þú ætlar að láta til skarar skríða. Svo velurðu tíma sem hentar þér á milli 09:00 til 21:00 og “Plokkar” og kemur svo pokunum á viðeigandi stað.“

Þessum leiðbeiningum er beint til þátttakenda:

1. Klæða sig eftir veðri 
2. Finna sér „plokku“ eða tínu 
3. Finna sér poka, helst glæra en Sorpa tekur og flokkar úr þeim eða flokka plast í sér pokka og pappa í sér pokka. 
4. Velja einn kílómeter og plokka. 
5. Plokka milli 09:00 og 21:00. 
6. Deila myndunum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #plokkaislandi og #hreinsumisland
7. Vera í skýjunum.

Ljósmyndari mbl.is kíkti á hóp fólks sem plokkaði í nágrenni Rauðavants.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert