Framkvæmdu úttekt vegna jáeindaskannans

Lyfjastofnun hefur nú framkvæmt úttekt á lyfinu sem nota þarf …
Lyfjastofnun hefur nú framkvæmt úttekt á lyfinu sem nota þarf fyrir jáeindaskannan. mbl.is/Eggert

Lyfjastofnun framkvæmdi í síðustu viku úttekt á geislavirku lyfi, sem gefa þarf  þeim sjúklingum sem fara í jáeindaskannann. Þetta staðfestir Bogi Brimir Árnason, heil­brigðis­verk­fræðing­ur á rönt­g­en­deild Land­spít­ala.

Öll­um und­ir­bún­ingi við skannann er nú lokið og leyfi Lyfja­stofn­un­ar vegna lyfsins er það eina sem stendur eft­ir, en lyfið er svo skammlíft að framleiðsla þess fer fram á spítalanum. Bogi segir ströngum stöðlum fylgt við framleiðsluna líkt og annars staðar, en að hans sögn er misjafnt í öðrum löndum hvort að lyfið er framleitt á spítala eða  framleitt annars staðar.

Hann kveðst líkt og áður gera ráð fyrir að afstaða Lyfja­stofn­un­ar til framleiðslunnar liggi fyrir inn­an mánaðar frá út­tekt­innni. 

Heild­ar­kostnaður verk­efn­is­ins er 1.038 millj­ón­ir og stærsti hlut­inn er gjöf Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar til ís­lensku þjóðar­inn­ar, en hlut­ur spít­al­ans er 188 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert