Helga hljóp í hlýjasta Lundúnamaraþoninu frá upphafi

Helga Erlingsdóttirásamt dóttur sinni eftir hlaupið í London.
Helga Erlingsdóttirásamt dóttur sinni eftir hlaupið í London.

Helga Erlingsdóttir hlaupakona var meðal rúmlega 40 þúsund hlaupara sem tóku þátt í Lundúnamaraþoninu í gær. Afar heitt var í London í gær, hitinn mældist 24,1 stig og hefur maraþonið aldrei verið hlaupið í jafnmiklum hita.

„Þetta er náttúrlega alveg ótrúleg upplifun að hlaupa hérna. Það var bara svakaleg stemning alla leiðina, frá upphafspunkti og út á enda, fullt af fólki meðfram allri brautinni,“ segir Helga í umfjöllun um hlaupið í Morgunblaðinu í dag.

Um aðstæðurnar sagði hún að það hefði verið fremur heitt. „Mér skilst að það hafi ekki verið svona heitt í þessu hlaupi áður. Það var alveg óhemju heitt í dag [í gær], það var búið að setja upp eitthvað af aukasturtum þannig að hlauparar gátu hlaupið í gegnum þær. Það var bætt við vatnsbirgðum, það var vatn, gel og orkudrykkir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert